Loading
Ishljod
  • Heim
  • Um Félagið
  • Fréttir
  • Hlekkir
  • Hljóðvistarverðlaunin
  • Hafa samband
  • Styrktaraðilar
  • Menu
Uncategorized

Fréttir af starfinu

Á síðasta aðalfundi var kosið í stjórn Íshljóð þar sem Ingvar Jónsson hafði lokið 6 ára starfi í þágu ÍShljóð. Ingvari þökkum við kærlega vel unnin störf. Breytingar á stjórninni eru þær að ný í stjórn er Guðrún Jónsdóttir hljóðverkfræðingur og skiptum við nú verkefnum þannig:

  • Finnur Pind tekur við sem Formaður stjórnar og
  • Guðrún Jónsdóttir kemur inn sem Meðstjórnandi.

Sem fyrr er Ólafur Gjaldkeri og Ragnar er áfram Ritari.

Steindór Guðmundsson hélt mjög fróðlegt erindi á aðalfundi og fjallaði hann um sögu hljóðverkfræðinnar á Íslandi. Í stuttu máli þá hófst hún með tilkomu Ríkisútvarpsins árið 1930. Þá voru hljóðmál leyst með dyggri aðstoð frá sænska ríkisútvarpinu. Þörfin jókst enn frekar með tilkomu Sjónvarpsins og fyrstu leiðbeiningar um hljóð í byggingarreglugerð komu á 7. áratugnum.

f.h. stjórnar: Ragnar Viðarsson

March 31, 2022/by ishljod
https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png 0 0 ishljod https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png ishljod2022-03-31 08:58:542022-03-31 08:59:37Fréttir af starfinu
Fréttir, Uncategorized, Viðburðir

Aðalfundur 2022

Aðalfundur ÍSHLJÓÐ 2022 verður haldinn 24. mars næstkomandi í húsakynnum Rafmenntar að Stórhöfða 27 í Reykjavík. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Vakin er athygli á því að óskað er efitr framboði í stjórn félagsins og má framboðum skila til stjórnar Íshljóð.

Dr. Steindór Guðmundsson mun halda erindi um fortíð, nútíð og framtíð hljóðverkfræðinnar á Íslandi. Steindór er einn reynslumesti hljóðverkfræðingur Íslands og verður 70 ára seinna á árinu.

Léttar veitingar í boði.

Verið velkomin!

March 4, 2022/by ishljod
https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/IAS-logo-is-hlutfoll-1-1.png 723 1150 ishljod https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png ishljod2022-03-04 10:38:462022-03-04 10:38:47Aðalfundur 2022
Fréttir, Uncategorized, Viðburðir

Hljóðvist og Byggingareðlisfræði

Ólafur Hjálmarsson hjá Trivium Ráðgjöf hélt erindi á Degi Verkfræðinnar. Erindið fjallar í stuttu máli um samspil ólíkra verkfræðiþátta og hvernig getur farið ef maður lítur ekki út fyrir sitt fræðasvið. Einnig er drepið á knýjandi þörf á fræðslu um hljóðvist innan íslensks háskólasamfélags, þverfaglegu samstarfi hönnuða og byggingareftirliti.

Erindið má finna inni á vef Verkfræðingafélags Íslands og erindi Ólafs hefst eftir um 2 klukkustundir og 26 mínútur.

October 29, 2021/by ishljod
https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/05/trivium.jpg 400 920 ishljod https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png ishljod2021-10-29 08:51:162021-10-29 08:51:48Hljóðvist og Byggingareðlisfræði
Uncategorized

Baltic Nordic Acoustic Meeting 2021 verður haldin 3-5 maí 2021!

BNAM 2021, sem halda átti árið 2020 en var slegið á frest vegna heimsfaraldurs, verður haldin á þessu ári. Ætlunin er að halda ráðstefnuna í gegnum internetið en slíkt hefur reynst ágætlega fyrir þá sem hafa reynt á undangengnu ári. Því var ákveðið að halda ráðstefnuna í gegnum fjarfundarbúnað þetta árið.

Ráðstefnugjaldið er mjög hófstillt og hvetjum við alla sem áhuga hafa að taka þátt og hlýða á erindin og taka þátt í umræðum um efni þeirra!

Samkvæmt skipulagi þá er ráðstefnan haldin annaðhvert ár. Þó að ráðstefnan sé haldin nú í ár verður næsta BNAM ráðstefna í Danmörku árið 2022 og verður þá vonandi hægt að fjölmenna á staðinn og njóta alls þess sem Danmörk hefur uppá að bjóða.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunar, BNAM2021

March 8, 2021/by ishljod
https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png 0 0 ishljod https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png ishljod2021-03-08 12:40:212021-03-08 12:40:25Baltic Nordic Acoustic Meeting 2021 verður haldin 3-5 maí 2021!
Fréttir, Uncategorized

Alþjóðlegur dagur hávaðavitundar.

Í dag er Alþjóðlegur dagur hávaðavitundar (International Noise Awareness Day) sem haldinn er ár hvert. Á þessum degi er hugað að hávaða í umhverfi fólks og þeirra áhrifa sem hávaði hefur. En hvað er hávaði? Hávaði fyrir einum er tónlist fyrir annan. Í þessu má skynja skilgreininguna, en í reglugerð um hávaða er hávaði skilgreindur á eftirfarandi hátt: “Hávaði – Óæskileg eða skaðleg hljóð sem stafa m.a. frá athöfnum fólks, umferð eða atvinnustarfsemi.”

Í dag er tilvalið að huga að sínu eigin umhverfi, hvort sem það er heimili, vinnustaður, einkagarður eða almannarými, og telja upp þá hávaðavalda sem eru til staðar. Í kjölfarið er hægt að ímynda sér hvernig umhverfið væri ef hljóðmyndin, þ.e. öll hljóð sem heyrast, en einnig það sem heyrist í þögninni (því þögnin ber með sér ýmis hljóð ef vel er að gáð), væri öðruvísu og hvort það sé yfir höfuð gerlegt að breyta hljóðmyndinni.

Hávaði í umhverfi fólks er fyrir flesta eitthvað sem varir í stutta stund. Fyrir íbúa borga, getur hávaði hinsvegar verið viðvarandi. Rannsóknir sýna að slíkar aðstæður valda fólk heilsutjóni á löngum tíma. Sýnt hefur verið fram á að fólki sem býr við langvarandi hávaða er hættara við að fá hjarta og æðasjúkdóma, fá sykursýki 2 en einnig þjást af andlegum kvillum svo sem stressi og kvíða.

Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl hávaða, eða ófullnægjandi hljóðvistar, í umhverfi barna við þætti eins og námsörðugleika, óæskilegt atferli, stress og kvíða. Sér í lagi er góð hljóðvist mikilvæg fyrir börn á yngri stigum skólakerfisins (leik- og grunnskóli) sem ekki hafa öðlast nægan þroska til þess að takast á við hávaða-áreiti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Börnum sem stunda nám á öðru tungumáli en sínu móðurmáli farnast einnig betur í námi ef hljóðvist er góð. Það er nefninlega gríðarlegt álag að læra nýja hluti á tungumáli sem einstaklingar hafa ekki fullt vald á. Góð hljóðvist er því eitt af því sem hægt er að huga að til þess að gera fleirum kleyft að pluma sig í námi.

Á vinnustöðum er oftar en ekki mikill hávaði sem getur verið starfseminni eðlislægur eða ekki. Þar sem hávaði er órjúfanlegur hluti starfseminnar eru starfsmenn oftar en ekki með heyrnarhlífar sér til varnar. Á öðrum stöðum þar sem hávaði er ekki eiginlegur hluti starfseminnar, eins og á skrifstofum, veldur hávaði oft einbeitingarmissi. Einbeitingarmissir getur kostað vinnuveitendur miklar fjárhæðir á löngum tíma ef starfsmenn eru sífellt að truflast við sín daglegu störf. Rannsóknir sýna að það tekur allt að 20 mínútur að ná upp þræði sem truflaður var af utanaðkomandi áreiti. Það verður augljóst að það er dýrt að hafa starfsmann sem nær ekki að sinna vinnunni á áhrifaríkann hátt vegna utanaðkomandi hljóða. Oftast er hægt að endurskipuleggja rými þannig að allir geti sinnt sinni vinnu, bæði þeir sem þurfa kannski mikið að tala í síma (og valda þar með truflun), en eins þeir sem þurfa að eibeita sér mikið við úrlausn flókinna verkefna.

Heimildir og ítarefni.
Hávaði í umhverfi og áhrif á heilsu – Skýrsla frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO)
Leiðbeiningar um hávaða í umhverfi barna af vef Umhverfisstofnunar
Áhrif utanaðkomandi tals á frammistöðu og huglæga truflun – Finnsk rannsókn
Tilfinningaleg áhrif hljóðs – Sænsk rannsókn

Ragnar Viðarsson er hljóðverkfræðingur og áhugamaður um hljóðvist í umhverfinu og áhrif þess á heilsu fólks. Ragnar er eigandi Hljóðvist Ráðgjöf & Hönnun og situr í stjórn Íshljóð.

April 29, 2020/by ishljod
https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png 0 0 ishljod https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png ishljod2020-04-29 02:01:002021-10-07 14:19:19Alþjóðlegur dagur hávaðavitundar.
Fréttir, Uncategorized, Viðburðir

Aðalfundi 2020 frestað vegna Covid-19 og samkomubanns

Read more
April 22, 2020/by ishljod
https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png 0 0 ishljod https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png ishljod2020-04-22 14:01:262020-11-04 22:07:26Aðalfundi 2020 frestað vegna Covid-19 og samkomubanns
Uncategorized

skrá í félagið/hafa samband

Read more
May 21, 2019/by ishljod
https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png 0 0 ishljod https://ishljod.is/wp-content/uploads/2019/04/logo.png ishljod2019-05-21 14:19:432019-05-29 11:23:14skrá í félagið/hafa samband

Pages

  • Ársskýrslur
  • Fréttir
  • Hafa samband
  • Heim
  • Hlekkir
  • Hljóðvistarverðlaunin
  • Íshljóð
  • Lög félagsins
  • Stjórn Íshljóðs
  • TestContactForm
  • TestContactForm2
  • Um Félagið

Categories

  • Fréttir
  • News
  • Uncategorized
  • Viðburðir

Archive

  • March 2022
  • November 2021
  • October 2021
  • March 2021
  • November 2020
  • April 2020
  • February 2020
  • September 2019
  • June 2019
  • May 2019

Scroll to top

Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur og hjálpa okkur við vefgreiningar.

Ég samþykkiLearn more

Fótspor

1