Á síðasta aðalfundi var kosið í stjórn Íshljóð þar sem Ingvar Jónsson hafði lokið 6 ára starfi í þágu ÍShljóð. Ingvari þökkum við kærlega vel unnin störf. Breytingar á stjórninni eru þær að ný í stjórn er Guðrún Jónsdóttir hljóðverkfræðingur og skiptum við nú verkefnum þannig:

  • Finnur Pind tekur við sem Formaður stjórnar og
  • Guðrún Jónsdóttir kemur inn sem Meðstjórnandi.

Sem fyrr er Ólafur Gjaldkeri og Ragnar er áfram Ritari.

Steindór Guðmundsson hélt mjög fróðlegt erindi á aðalfundi og fjallaði hann um sögu hljóðverkfræðinnar á Íslandi. Í stuttu máli þá hófst hún með tilkomu Ríkisútvarpsins árið 1930. Þá voru hljóðmál leyst með dyggri aðstoð frá sænska ríkisútvarpinu. Þörfin jókst enn frekar með tilkomu Sjónvarpsins og fyrstu leiðbeiningar um hljóð í byggingarreglugerð komu á 7. áratugnum.

f.h. stjórnar: Ragnar Viðarsson