Loading
Ishljod
  • Heim
  • Um Félagið
  • Fréttir
  • Hlekkir
  • Hljóðvistarverðlaunin
  • Hafa samband
  • Styrktaraðilar
  • Menu

Ársskýrsla 2019

Íslenska hljóðvistarfélagið var stofnað árið 2006 og tilgangur félagsins er að tengja saman fólk sem vinnur við hljóðhönnun og hljóðvist á Íslandi, og að auka og breiða út þekkingu á því fagsviði. Félagið starfar innan VFÍ sem faghópur um hljóðhönnun.

Íslenska hljóðvistarfélagið er aðildarfélag NAA (Nordic Acoustics Association), EAA (European Acoustics Association) og ICA (international commission for acoustics) og fulltrúi ÍSHLJÓÐS tekur þátt á árlegum fundum NAA og EAA þegar hægt er. Kristín Ómarsdóttir hefur átt sæti í stjórn NAA síðustu ár. Árið 2019 hefur Ólafur Hjálmarsson tekið við formannssæti NAA og er fyrsti íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður, en NAA samtökin voru stofnuð árið 1954.

Félagsmenn eru nú 31 talsins og sérhver einstaklingur sem hefur áhuga á hljóðhönnun og hljóðvist getur orðið meðlimur í félaginu. Einnig geta félög, fyrirtæki og stofnanir sem áhuga hafa á að efla starfsemi félagsins orðið styrktarmeðlimir.

Aðalfundur félagsins var haldinn 20. september 2018 þar sem Ingvar Jónsson gaf áfram kost á sér í stjórn Íshljóðs og var kosinn til áframhaldandi setu í stjórn til þriggja ára. Síðastliðið ár hefur Kristín Ómarsdóttir gengt formennsku, Jakob Tryggvason verið gjaldkeri, Ólafur Daníelsson ritari og Ingvar Jónsson meðstjórnandi. Á aðalfundinum var fjallað um að setja á fót hljóðvistarverðlaun veitingastaða og kaffihúsa meðal annars með það að markmiði að hvetja til jákvæðrar umræðu um hljóðvist.

Haldin var samnorræn hljóðráðstefna, BNAM 2018, í Hörpu dagana 15-18. apríl 2018. Ráðstefnan var stærsta verkefni Íslenska hljóðvistarfélagsins á síðastliðnu ári, en margir félagsmenn tóku þátt í vinnu skipulagsnefndar fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan var einnig unnin í samstarfi við stjórn NAA og aðila fagnefndar sem skipuð var fólki frá hljóðvistarfélögum frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og aðstöðuna í Hörpu, meira að segja svo mikil ánægja að félagið var hvatt til að halda ráðstefnuna aftur í Hörpu árið 2028. Ráðstefnugestir voru 149 talsins frá 14 mismunandi löndum og haldin voru 55 erindi ásamt erindum frá fjórum lykilfyrirlesurum. Faglotur voru 8 talsins og umfjöllunarefnin voru umhverfishávaði, hljóðeðlisfræði tónlistar, hljóðvist sjúkrahúsa, hljóðeðlisfræði lagna, reiknileg hljóðeðlisfræði, hljóðvist rýma, hljóðeinangrun og reglugerðamál. Sýningarbásar voru frá 18 aðilum, t.d. framleiðendur hljóðmælitækja og hljóðísogsklæðninga.

BNAM (Baltic Nordic Acoustics meeting) eru samnorrænar hljóðráðstefnur sem haldnar eru annað hvert ár og næst verður ráðstefnan haldin í Osló árið 2020.

Þann 7. nóvember 2018 var haldin ráðstefna Trivium hljóðráðgjafa og Verkfræðingafélags Íslands um stöðu hljóðmála á Íslandi þar sem haldinn var fjöldi áhugaverðra erinda, m.a. um skipulagsmál tengdum hávaða, kortlagningu hávaða, hljóðhönnun bygginga og hljóðviðmið ÍST 45:2016.

Kristín Ómarsdóttir, formaður Íslenska hljóðvistarfélagsins

Scroll to top

Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur og hjálpa okkur við vefgreiningar.

Ég samþykkiLearn more

Fótspor

1