Ólafur Hjálmarsson hjá Trivium Ráðgjöf hélt erindi á Degi Verkfræðinnar. Erindið fjallar í stuttu máli um samspil ólíkra verkfræðiþátta og hvernig getur farið ef maður lítur ekki út fyrir sitt fræðasvið. Einnig er drepið á knýjandi þörf á fræðslu um hljóðvist innan íslensks háskólasamfélags, þverfaglegu samstarfi hönnuða og byggingareftirliti.

Erindið má finna inni á vef Verkfræðingafélags Íslands og erindi Ólafs hefst eftir um 2 klukkustundir og 26 mínútur.