Loading
Ishljod
  • Heim
  • Um Félagið
  • Fréttir
  • Hlekkir
  • Hljóðvistarverðlaunin
  • Hafa samband
  • Styrktaraðilar
  • Menu

Lög Félagssins

Lög Íslenska hljóðvistarfélagsins

(Samþykkt á aðalfundi 27. september 2012) m. breytingum samþykktum árið 2015 og 2017

1. Nafn
Félagið heitir Íslenska hljóðvistarfélagið, skammstafað Íshljóð. Á ensku Icelandic Acoustical Society, skammstafað IAS.

2. Tilgangur

Tilgangur félagsins er að tengja saman þá sem vinna við hljóðhönnun og hljóðvist á Íslandi, og að auka og breiða út þekkingu á því fagsviði. Ennfremur að halda uppi tengslum við sambærileg erlend fagfélög, sérstaklega á hinum Norðurlöndunum.

3. Samtök

Félagið starfar innan vébanda VFÍ (sem “Faghópur um hljóðhönnun”) en félagið er einnig opið einstaklingum utan félaganna sem áhuga hafa á hljóðhönnun og hljóðvist.

Félagið er aðili að þremur alþjóðlegum samtökum: NAA, Nordic Acoustics Association, EAA, European Acoustics Association og ICA, International Commission for Acoustics. Formaður er fulltrúi félagsins í þessum samtökum. Félagið greiðir til NAA og EAA tiltekið árgjald fyrir hvern skráðan meðlim, en til ICA greiðir félagið árgjald fyrir einn stakan hlut.

4. Aðild

Sérhver einstaklingur sem hefur áhuga á hljóðhönnun og hljóðvist og telur sig geta lagt eitthvað fram til styrkingar á fagsviðinu getur orðið meðlimur í félaginu. Meðlimir sem ekki hafa greitt árgjald í tvö ár í röð falla af meðlimaskrá félagsins.

Stjórnin getur samþykkt aðild félaga, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem hafa áhuga á að efla starfsemi félagsins með árlegum framlögum sem styrktarmeðlimir.

5. Stjórn

Fjögurra manna stjórn er kosin á aðalfundi og fer hún með stjórn félagsins milli aðalfunda. Stjórn skiptir með sér verkum: Formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Leitast skal við að velja meðlimi í stjórn þannig að breidd sé í þekkingu á fagsviðinu.

Á hverjum aðalfundi er kosinn að lágmarki einn stjórnarmaður til þriggja ára. Hámarks samfelld seta í stjórn er sex ár.

Stjórnin getur skipað nefndir og vinnuhópa til að vinna að afmörkuðum verkefnum.

___________________________________________________________________________ Lög Íslenska hljóðvistarfélagsins bls. 1/3

6. Kosningar og samþykktir

Þeir einir hafa kosningarétt í félaginu sem hafa greitt til þess árgjaldið.

Tillögur að breytingum á lögum félagsins skulu hafa borist stjórn minnst einni viku fyrir aðalfund. Breytingar á lögum skal vera búið að senda út til allra meðlima félagsins með tölvupósti minnst þremur dögum fyrir aðalfund. Breytingar á lögum félagsins þarf að samþykkja á aðalfundi með tveimur þriðju hluta fundarmanna.

Aðrar samþykktir en breytingar á lögum félagsins þarf eingöngu að samþykkja með einföldum meirihluta fundarmanna.

7. Reikningar og árgjald

Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Skoðunarmaður reikninga skal kosinn á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórn leggur fram tillögu um árgjald á hverjum aðalfundi.

Íshljóð getur ekki skuldbundið VFÍ fjárhagslega.

8. Aðalfundur

Aðalfund skal halda árlega, á fyrsta fjórðungi hvers árs. Stjórn félagsins skal boða til fundarins með tölvupósti til allra meðlima í síðasta lagi tveimur vikum fyrir áætlaðan fund. Í fundarboði skal koma fram dagskrá fundarins, og hver muni ganga úr stjórn félagsins.

Á aðalfundi skal gera grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu ári og leggja fram undirritaðan og staðfestan ársreikning félagsins. Enn fremur skal leggja fram tillögu stjórnar að árgjaldi næsta árs. Ákvarðanir skulu staðfestar með einfaldri kosningu / handauppréttingu og gildir einfaldur meirihluti.

Meðlimur sem ekki getur mætt á aðalfund getur gefið öðrum meðlimi skriflegt umboð til að fara með atkvæðisrétt sinn.

Aukaaðalfund skal boða ef í það minnsta fjórðungur meðlima óskar eftir því.

Dagskrá aðalfundar:
Kosning fundarstjóra og fundarritara

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Yfirferð reikninga
  3. Tillögur til breytinga á lögum félagsins
  4. Kosning stjórnar
  5. Kosning skoðunarmanns reikninga
  6. Ákvörðun árgjalds næsta árs
  7. Önnur mál

9. Upplausn félagsins

Leysa skal félagið upp ef tveir þriðju hlutar meðlima samþykkja það í skriflegri atkvæðagreiðslu á löglega boðuðum aðalfundi. Hugsanlegum eignum verði ráðstafað til góðgerðarmála samkvæmt ákvörðun tekinni á félagsfundi.

___________________________________________________________________________ Lög Íslenska hljóðvistarfélagsins bls. 2/3

Scroll to top

Þessi vefur notar vefkökur til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er heimsóttur og hjálpa okkur við vefgreiningar.

Ég samþykkiLearn more

Fótspor

1