BNAM 2021, sem halda átti árið 2020 en var slegið á frest vegna heimsfaraldurs, verður haldin á þessu ári. Ætlunin er að halda ráðstefnuna í gegnum internetið en slíkt hefur reynst ágætlega fyrir þá sem hafa reynt á undangengnu ári. Því var ákveðið að halda ráðstefnuna í gegnum fjarfundarbúnað þetta árið.

Ráðstefnugjaldið er mjög hófstillt og hvetjum við alla sem áhuga hafa að taka þátt og hlýða á erindin og taka þátt í umræðum um efni þeirra!

Samkvæmt skipulagi þá er ráðstefnan haldin annaðhvert ár. Þó að ráðstefnan sé haldin nú í ár verður næsta BNAM ráðstefna í Danmörku árið 2022 og verður þá vonandi hægt að fjölmenna á staðinn og njóta alls þess sem Danmörk hefur uppá að bjóða.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunar, BNAM2021