Staða Hljóðmála á Íslandi

Ráðstefna Trivium hljóðráðgjafar og Verkfræðingafélags Íslands.

Ráðstefnan var haldin 7.nóvember 2018 í Verkfræðingahúsi. Ráðstefnustjóri var Þorbergur Karlsson, verkfræðingur hjá VSÓ. Farið var yfir stöðu hljóðmála á Íslandi og kynntar niðurstöður nýlegrar rannsóknar á kortlagningu hávaða með nýju reiknilíkani.