Baltic Nordic Acoustic Meeting 2022 verður haldið í Danmörku 9 – 11 maí á næsta ári. Við viljum hvetja félagsmenn og aðra áhugasama að frestur til þess að skila inn abstract fyrir erindi er 1. desember næstkomandi.

Keynote fyrirlestrar frá
– Mette Sörensen prófessor við háskólann í Hróarskeldu og titillinn er
HEALTH EFFECTS OF TRAFFIC NOISE: RESULTS FROM A NATIONWIDE STUDY
– Fredrik Ljunggren prófessor við háskólann í Luleå og titillinn er
SOUND INSULATION, RESIDENTS’ SATISFACTION, AND DESIGN OF WOODEN RESIDENTIAL BUILDINGS


Fyrir frekari upplýsingar er hægt að kíkja inná heimasíðu BNAM2022.

Ólafur Hjálmarsson hjá Trivium Ráðgjöf hélt erindi á Degi Verkfræðinnar. Erindið fjallar í stuttu máli um samspil ólíkra verkfræðiþátta og hvernig getur farið ef maður lítur ekki út fyrir sitt fræðasvið. Einnig er drepið á knýjandi þörf á fræðslu um hljóðvist innan íslensks háskólasamfélags, þverfaglegu samstarfi hönnuða og byggingareftirliti.

Erindið má finna inni á vef Verkfræðingafélags Íslands og erindi Ólafs hefst eftir um 2 klukkustundir og 26 mínútur.

Aðalfundur Íshljóð 2020 verður haldinn á fjarfundarbúnaðinum Zoom þann 26. nóvember næstkomandi. Zoom er ókeypis og aðgengilegur öllum sem hafa boðshlekk á fund. Ef þú hefur ekki fengið upplýsingar um fundinn í tölvupósti, en villt gjarnan fá að sitja fundinn sendu þá póst á ishljod@ishljod.is

f.h. Íshljóð


Ragnar Viðarsson – Ritari stjórnar.

Væntanlegir viðburðir